Foreldrum barna 6 til 12 ára hefur staðið til boða 10 þúsund króna ávísun frá Akureyrarbæ sem nýta má til að greiða hluta af æfingagjöldum eða þátttöku í öðru viðurkenndu æskulýðs- og tómstundastarfi. Kristinn segir nýtinguna að jafnaði góða, eða um 75%. Þó séu alltaf einhver börn sem ekki kæri sig um að stunda t.d. íþróttastarf yfir heila önn, "og með þessum breytingum er verið að koma til móts við þann hóp, þá sem kjósa styttri námskeið. Þannig verður til að mynda hægt að nota ávísunina til að greiða hluta af dvöl í sumarbúðum viðurkenndra aðila svo dæmi sé tekið," segir Kristinn.