Á síðasta fundi íþróttaráðs Akureyrarbæjar var rætt um aldurstakmörk að sund- og baðstöðum en samkvæmt 14. gr. reglurgerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er börnum yngri en 10 ára óheimill aðgangur nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára og eldri. Íþróttaráð skorar á umhverfisráðherra að endurskoða reglugerðina þannig að börnum verði heimilt að fara ein í sund frá 1. júní þess árs sem þau verða 10 ára gömul enda hafi þau þá lokið tilskyldum sundprófum.