"Um hvað ætlar þú að kjósa í vor? Hvaða málefni skipta þig máli í daglegu lífi sem Akureyringur? Hvernig tekur þú afstöðu til einstaklinga og stjórnmálaflokka sem þú hefur um að velja í kosningum i vor? Sem kjósandi ertu örugglega að hugsa mál þitt og ég sem frambjóðandi er að leita leiða til að koma á framfæri því sem ég og minn flokkur stendur fyrir," skrifar Sigríður Huld Jónsdóttir, sem skipar annað sæti framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri í aðsendri grein.
"Stærsti hluti af rekstri bæjarins fer í að tryggja grunnþjónustu m.a. í leik- og grunnskólum. Þetta eru málaflokkar sem snerta okkar daglega líf og ég sem verðandi bæjarfulltrúi þarf að vinna að með hagsmuni þína að leiðarljósi. Ég vil standa með þeim grunngildum Samfylkingarinnar sem eru jöfnuður og jöfn tækifæri okkar allra. Þessi grunngildi verða mitt leiðarljós sem verðandi bæjarfulltrúi. Þá hef ég í starfi mínu sem aðstoðarskólameistari í VMA öðlast dýrmæta reynslu með ungu fólki sem ég vil geta nýtt áfram inn í bæjarmálin."