Meistaramót í hálfmaraþonhlaupi fór fram jafnhliða Akureyrarhlaupinu sl. laugaradag. Rannveig Oddsdóttir sigraði í kvennaflokki og Þorbergur Ingi Jónsson í karlaflokki. Þorbergur hljóp á tímanum 1:15:48 mín. og Rannveig á tímanum 1:23:10 mín.
Nú í ár eru nákvæmlega 50 ár liðin síðan hestamenn á Akureyri og í Eyjafirði hófu uppbyggingu mótsvæðis hestamanna á Melgerðismelum og árið 1976 var fyrsta fjórðungsmót Norðlenskra hestamanna haldið þar
Fyrsta slætti er heilt yfir lokið í Eyjafirði og segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar að uppskera sé góð víðast hvar en gæðin aftur á móti misjöfn.