Þór/KA fer vel af stað í Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu en liðið sigraði KR, 3:1, í gær í fyrsta leiknum
í A- deild. Rakel Hönnudóttir skoraði tvívegis fyrir Þór/KA í leiknum og Vesna Smiljovic eitt mark. Mark KR í leiknum skoraði Dagmar
Mýrdal Gunnarsdóttir.