Rakel Hönnudóttir knattspyrnukona úr Þór/KA hefur verið valin í landsliðshóp kvenna sem mætir Serbíu miðvikudaginn 28. maí í undankeppni EM. Rakel er greinilega að festa sig í sessi í landsliðinu og er þetta mikil viðurkenning fyrir kvennaknattspyrnuna hér á Akureyri.
Leikurinn hefst kl. 15:00 og er sýndur í beinni á RÚV.