Rakel Hönnudóttir skrifaði undir nýjan samning við Þór/KA

Landsliðskonan í knattspyrnu, Rakel Hönnudóttir, hefur framlengt samning sinn við Þór/KA. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við liðið og þar með er bundinn endir á miklar vangaveltur um framtíð hennar.  

Óhætt er að segja að þetta séu jákvæð tíðindi fyrir knattspyrnuna á Akureyri. Rakel lék mjög vel með liði Þórs/KA í Landsbankadeildinni í sumar, varð m.a. næst markahæsti leikmaður deildarinnar og var valin úr úrvalslið deildarinnar í mótslok.

Nýjast