Akureyringurinn Ragnar Snær Njálsson er hættur að spila með liði A.O. Dimou Thermaikou í Grikklandi eftir um hálfs árs dvöl hjá félaginu. Ástæðan fyrir brottflutningi Ragnars frá félaginu eru fjárhagsvandræði sem forystumenn félagsins glíma við.
Í samtali við Fréttablaðið í dag segist Ragnar vera kominn til landsins en ætli sér að stoppa stutt þar sem hann segist vera með tilboð frá liðum í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Portúgal.