Fimmtudaginn 24. maí verður haldin ráðstefna í Háskólanum á Akureyri sem ber heitið; Heilsuefling eldri borgara við göngum mót hækkandi sól. Þar munu flytja erindi ýmsir sem hafa áhuga á að efla heilsu eldra fólks með einföldum ráðum svo sem hreyfingu. Ráðstefnan er haldin í sal N101 á Sólborg milli kl. 13.00 til kl. 16.30, hún er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Félags eldri borgara á Akureyri, Sjúkrahússins á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, Akureyrarbæjar og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Dagskrá ráðstefnunnar:
Kl. 12.45 Kórsöngur. Í fínu formi: Kór eldri borgara á Akureyri
Kl. 13.00 Setning ráðstefnunnar. Hermann Sigtryggsson, íþróttafrömuður
Kl. 13.10 Hvað hreyfir við þér? Dr. Sólveig Ása Árnadóttir, dósent H.A.
Kl. 13.30 Að lækna eldri borgara. Pétur Pétursson, læknir
Kl. 13.50 Hvernig getum við styrkt eigið ónæmiskerfi? Dr. Sigríður Halldórsdóttir, próf. H.A.
Kl. 14.10 Er hægt að minnka lyfjatöku eldri borgara? Meredith Cricco, læknir
Kl. 14.30 Kaffi- og kleinuhlé. Harmonikkuleikur og dans.
Kl. 15.10 Leiklestur. Hópur úr Félagi eldri borgara - frá Sögu Jónsdóttur
Kl. 15.30 Hollráð um heilsuna heilsan í brennidepli. Jón Pálmi Óskarsson, læknir
Kl. 15.50 Hvað er framundan? Stefán Gunnlaugsson, framkvæmdamaður
Kl. 16.00 Ráðstefnuslit. Jóhannes Sigvaldason, form. Fél. eldri borgara á Ak. ...og fjöldasöngur
Kl. 16.30 Stafaganga. Eftir ráðstefnuna verður boðið upp á stafagöngu í fallegu umhverfi háskólans. Gönguna leiðir Jóna Hildur Bjarnadóttir sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ
Ástbjörg Gunnarsdóttir íþróttafrömuður sér um reglulegar liðkunarstundir á milli fyrirlestra
Ráðstefnustjóri er Valgerður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur M.Sc.