Ósakhæfur maður á þrítugsaldri réðst á átta ára dreng á Akureyri og hefur verið kærður fyrir líkamsárás. Maðurinn er í öryggisvistun en atvikið átti sér stað á mánudaginn í síðustu viku.
Rúv greindi frá málinu í morgun. Lögreglan segir málið á frumstigi og það sé litið alvarlegum augum. Drengurinn var á leið heim úr skóla þegar maðurinn var á gangi fyrir utan heimili sitt. Með honum voru tveir starfsmenn en maðurinn hljóp undan þeim og réðst á drenginn.