„Stöðugleikasáttmálinn átti að verða til þess að haft yrði samráð um atvinnumálin. Nú var tækifæri til að spýta í lófana og hefja framkvæmdir, en hvað gerist. EKKERT. Ekkert er gert og menn röfla um Icesave í nærri því heilt ár og skella allri skuldina á þetta kjaftæði. Við vonum að það fari að sjá fyrir endann á þessu bulli."
Björn fjallaði um atvinnuleysi á svæðinu og sagði að atvinnuleysið væri eitt mesta böl sem yfir getur dunið. „Nú upp á síðkastið hefur minnkandi kvóti haft þau áhrif að margt fiskvinnslufólk verður atvinnulaust um einhvern tíma, eða jafnvel þangað til nýtt kvótaár hefst 1. september nk. Atvinnuleysi skapar mikla óvissu fyrir fólk og mun örugglega leiða af sér brottflutning yngra fólksins til annarra landa. Að það skuli vera um 1.300 manns atvinnulausir eða á hlutabótum á Norðurlandi eystra er óhugnanlegt," sagði Björn. Þetta kemur frá vef Einingar-Iðju.