Preben tekur sæti á Alþingi

Preben Jón Pétursson.
Preben Jón Pétursson.

Preben Pétursson, varaþingmaður Bjartrar framtíðar, tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn í dag. Hann er varamaður Brynhildar Pétursdóttur sem situr nú allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna í New York. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að Preben útskrifaðist sem mjólkurtæknifræðingur 1989 og hefur starfað lengst af í matvælaiðnaði. Síðan árið 2007 hefur hann starfað sem sjálfstæður atvinnurekandi á Akureyri.

Að auki hefur hann verið virkur þátttakandi í sveitastjórnarmálum á Akureyri síðan 2010 og situr í framkvæmdastjórn Bjartrar framtíðar á landsvísu.

Nýjast