Á heimasíðu Þórs segir að stefnt sé að því að halda hið árlega Pollamót Þórs og Samskipa í knattspyrnu í sumar með svipuðum hætti og undanfarin ár. Mótið fer fram dagana 3. og 4. júlí og er þetta í 33. sinn sem mótið er haldið.
Pollamótsnefndin mun taka fullt tillit til þeirra tilskipana og reglna sem í gildi eru og verða varðandi samkomur vegna Covid-19.