Piotr og Filip valdir í blaklandslið karla

Zdravko Demirev og Apostol Apostolov, landsliðsþjálfarar í blaki, hafa valið hópa sína fyrir Smáþjóðaleikana sem verða í Liechtenstein dagana 30. maí til 4. júní. Landsliðshópur karla er töluvert breyttur frá síðasta verkefni og hafa tveir leikmenn frá þreföldum meisturum KA bæst í hópinn, þeir Piotr Kempisty og Filip Szewczyk.

 

Leikmannahópur karlalandsliðsins:

Emil Gunnarsson, fyrirliði, Stjörnunni

Hilmar Sigurjónsson, Stjörnunni

Piotr Kempisty, KA

Filip Szewczyk, KA

Ingólfur Hilmar Guðjónsson, HK

Aðalsteinn Einar Eymundsson, HK

Orri Þór Jónsson, HK

Alexander Stefánsson, HK

Ólafur Heimir Guðmundsson, Þrótti R

Kjartan Fannar Grétarsson, Þrótti R

Hafsteinn Valdimarsson, HIK Aalborg

Kristján Valdimarsson, HIK Aalborg

Einnig verður leikið í strandblaki í Liechtenstein. Fyrir Íslands hönd keppa Einar Sigurðsson og Róbert Karl Hlöðversson í karlaflokki og Laufey Björk Sigmundsdóttir og Birna Baldursdóttir frá KA í kvennaflokki.   

Nýjast