Pétur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann segir að hann telji það þjóna almannahagsmunum best að málið fari í þennan farveg.
Hér á eftir fer yfirlýsing Péturs Dam Leifssonar:
"Ég get nú staðfest að ég hef beint kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar setts dómsmálaráðherra um skipun í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra þann 20. desember sl. Eftir að hafa íhugað málið vandlega, og að teknu tilliti til framkominna athugasemda af hálfu dómnefndar, Dómarafélags Íslands og ýmissa helstu fræðimanna þjóðarinnar á sviði lögfræði, þá tel ég að það hljóti að þjóna almannahagsmunum best að mál þetta verði upplýst eins vel og kostur er og ég vil með þessu leggja mitt af mörkum til þess að svo megi fremur verða. Sjálfur mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál á meðan það er til meðferðar hjá umboðsmanni, en fagna auðvitað allri upplýsandi og uppbyggilegri umræðu í samfélaginu um stöðu dómsvaldsins."