PCC byrjað að styrkja samfélagið á Húsavík

Bergur Elías og Trausti á sundlaugarbakkanum með hluta af flotleiktækjunum. Mynd: Heiðar Kristjáns.
Bergur Elías og Trausti á sundlaugarbakkanum með hluta af flotleiktækjunum. Mynd: Heiðar Kristjáns.

Bergur Elías Ágústsson, starfmaður PCC Bakki Silicon hf á Húsavík, kom færandi hendi í Sundlaug Húsavíkur s.l. þriðjudag. Hann afhenti Sundlauginni góða gjöf frá fyrirtækinu, flotleiktæki af ýmsum toga,  svo sem flotdýnur, sundknattleikskörfur og fleira sem gleður unga sundlaugargesti.

Að sögn Trausta Ólafssonar, forstöðumanns Sundlaugarinnar, hafa leiktæki af þessu tagi verið af skornum skammti á staðnum til þessa, enda svona græjur mjög dýrar og varla við því að búast að kaup á þeim sé forgangsatriði hjá Norðurþingi í miðjum niðurskurði og aðhaldsaðgerðum.

Hann fagnaði því mjög þessari höfðinglegu og kærkomnu gjöf frá PCC fyrirtækinu og sagði að ungmenni sem þegar hefðu prófað tækin, hefðu verið himinlifandi með þau, og ekki ólíklegt að græjurnar  ættu eftir að draga unga fólkið oftar í Sundlaugina en áður.  JS

Nýjast