Parketið er nokkurra áratuga gamalt og þarfnast sárlega endurnýjunar. Kostnaðurinn er okkur hins vegar ofviða, þannig að við sjáum ekki fram á að skipt verði um parket í náinni framtíð. Það er búið að pússa parketið oft upp og ekki er hægt að gera það einu sinni enn, og við bætist að stórar rifur hafa myndast á milli parketborðanna. Mér er sagt að auk þess þurfi laga þurfi gólfið undir parketinu, þær framkvæmdir eru líklega verulega kostnaðarsamar. Sóknarnefndin hefur ítrekað rætt þessa stöðu, en lausn virðist ekki vera í sjónmáli, segir Rafn Sveinsson formaður Akureyrarsóknar.
Eins og fram hefur komið á vikudagur.is íhugar sóknarnefnd að taka upp klósettgjald, þar sem kostnaður við rekstur salerna kirkjunnar er mikill. Um 70 þúsund gestir heimsækja Akureyrarkirkju á ári.
Fjallað er um málið í prentútgáfu Vikudags