Páll Viðar nýr framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Þórs

Páll Viðar Gíslason hefur verið ráðinn í starf framkvæmdarstjóra hjá knattspyrnudeild Þórs. Páll mun taka við embættinu á byrjun næsta árs en hann tekur við af Þórólfi Sveinssyni sem lét af störfum sl. september. Páll, sem er menntaður íþróttakennari, er félaginu að góðu kunnur en hann hefur um áraraðir verið einn af farsælustu þjálfurum félagsins.

„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég hef lengi starfað við íþróttir og hef lengi haft áhuga á slíku starfi.  Ég á nú ekki von á því að það verði miklar breytingar, en einhverjar þó. Eg tek við góðu búi af fyrirrennara mínum og það má eiginlega segja að þetta starf sé fullmótað,” sagði Páll Viðar í samtali við heimasíðu Þórs. 

Nýjast