Óvissa um opnun Hlíðarfjalls

Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli.

Báðir verkstjórar skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar eru hættir störfum og því er forstöðumaðurinn eini starfsmaður svæðisins. Ingibjörg Isaksen, formaður íþróttaráðs Akureyrar, staðfestir þetta í samtali við Vikudag. Hún segir stefnt að því að skíðasvæðið opni í nóvember eins og undanfarin ár en það sé alls óvíst.  Nokkurn tíma tekur að þjálfa nýja starfsmenn og því ekki útilokað að seinkun verði á opnum skíðasvæðsins í vetur. Ingibjörg segir að unnið sé að lausn mála og vonast til þess að skíðasvæðið opni fyrir áramót.

-þev

Nýjast