Óvæntur hvalreki í Húsavíkurhöfn

Grindhvalurinn  kominn á land við Húsavíkurhöfn. Þessi tegund er afar sjaldsén í flóanum. Mynd: Heið…
Grindhvalurinn kominn á land við Húsavíkurhöfn. Þessi tegund er afar sjaldsén í flóanum. Mynd: Heiðar Kristjánsson.

Húsvíkingar og gestir bæjarins þurfa yfirleitt ekki að fara mjög  langt til að sjá hvali, svo sem kunnugt er. En sjálfsagt þó aldrei jafn stutt eins og nú í vikunni, því hvalurinn kom sjálfur til Húsvíkinga og raunar alla leið inn í höfnina. Að vísu væntanlega ekki af sjálfsdáðum, því hann var genginn á vit feðra sinna þegar starfsmenn Norðursiglingar  urðu varir við hræið af honum í gær, við slippinn inni í höfninni.

Hvalurinn var dreginn á landi og þar hafa gestir og gangandi getað skoðað hann í krók og kring. Og það gerði ljósmyndari Skarps og Dagskrárinnar eimitt fyrir stundu. Að sögn fróðra þar um er hér á ferð grindhvalur, sem eru afar fátíðir gestir á Skjálfandaflóa, um fjögurra metra langur og telst því í minni kantinum og er þar með væntanlega ungur að árum. JS

Nýjast