Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefndar sem fyrst vegna lokunar fangelsis á Akureyri. Hún telur að það sé ólíðandi að slík ákvörðun sé tekin án umræðu á Alþingi.
„Þetta er auk þess stórt landsbyggðarmál, þar sem störf sem tapast af Norðurlandinu á Suðvesturhornið. Þetta er einnig réttindamál fyrir fanga sem kjósa að afplána dóma nær fjölskyldum sínum og fanga sem kjósa að afplána dóma sína lengra frá,“ segir í tilkynningu.