Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með 6 mörk, þar af 1 úr víti, og þær Inga Dís Sigurðardóttir og Unnur Ómarsdóttir komu næstar með 5 mörk. Þá varði Selma Sigurðardóttir 9 skot í marki heimamanna en Lovísa Eyvindsdóttir var með 6 skot varin.
Í liði Víkings voru Jóhanna Þóra Guðbjörnsdóttir og Guðríður Ósk Jónsdóttir markahæstar með 4 mörk hver. Í marki gestanna varði Hugrún Lena Hansdóttir 7 skot.
KA/Þór er því komið með fimm stig í 7. sæti deildarinnar en Víkingur situr áfram á botninum án stiga.