Öruggur sigur Íslands gegn Tyrkjum í lokaumferð riðlakeppninnar

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí U20 ára og yngri lenti ekki í neinum vandræðum með lið Tyrkja, er liðin áttust við í kvöld í lokaumferð riðlakeppninnar í 3. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí sem haldið er í Istanbúl í Tyrklandi. Lokatölur leiksins urðu 8:2 sigur Íslands.

Ólafur Björnsson og Egill Þormóðsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Ísland í leiknum og þeir Orri Blöndal (SA), Matthías Máni Sigurðarson, Gunnar Sigurðsson og Jóhann Leifsson (SA) eitt mark hver.

Ísland vann þar með alla sína leiki í riðlinum og mætir Nýja- Sjálandi í undanúrslitum á laugardaginn kemur, þann 9. janúar, en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Ástralía og Norður- Kórea.

Sigurvegarar úr undanúrslitaleikjunum tryggja sér sæti í 2. deild og mætast í úrslitaleiknum sunnudaginn 10. janúar.

Nýjast