Stjarnan vann öruggan sigur á KA/Þór, 36:22, er liðin mættust í Mýrinni í N1- deild kvenna í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 19:13 fyrir Stjörnuna. Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs í leiknum með 6 mörk, Arna Valgerður Erlingsdóttir skoraði 5 mörk, þær Emma Sardarsdóttir, Unnur Ómarsdóttir og Ásdís Sigurðardóttir 3 mörk hver og aðrar minna.
Hjá Stjörnunni var Alina Daniela Tamasa markahæst með 13 mörk, þær Harpa Sif Eyjólfsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir 6 mörk hvor og Elísabet Gunnarsdóttir kom næstar með 5 mörk.
KA/Þór er í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig en Stjarnan er í 3. sæti með 19 stig.