Öruggt hjá HK í fyrsta leik í úrslitum

HK er komið með 1-0 forystu í einvíginu gegn KA um Íslandsmeistaratitil karla í blaki eftir 3-0 sigur í fyrsta leik liðanna í dag í Fagralundi í Kópavogi. Piotr Kempisty, leikmaður KA, varð fyrir meiðslum í annarri hrinu og þurfti að yfirgefa völlinn og átti KA-liðið erfitt uppdráttar án hans. HK sigraði hrinurnar með tölunum 25-20, 25-23 og 25-19. Davíð Búi Halldórsson og Piotr Kempisty skoruðu ellefu stig hvor fyrir KA en Orri Þór Jónsson var stigahæstur í liði HK með sextán stig.

Liðin mætast að nýju í KA-heimilinu á sunnudaginn kemur en búið er að seinka þeim leik um einn dag. Þá getur HK tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri, en vinna þarf tvo leiki til þess að landa titlinum. Vinni KA á laugardaginn mætast liðin í oddaleik í Fagralundi næstkomandi þriðjudag.

Nýjast