Jafnframt var skrifað undir samning milli Orkuveitunnar og Orkusölunnar um kaup á framleiðslu frá virkjuninni. Samningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um samþykki stjórna fyrirtækjanna. RARIK og Orkusalan munu með kaupunum yfirtaka raforkuhluta Orkuveitu Húsavíkur frá og með 1. janúar 2010. Með raforkuhlutanum er átt við dreifingu rafmagns á Húsavík og raforkusölu ásamt samningi um kaup á framleiðslu frá virkjun Orkuveitunnar. Virkjunin mun áfram verða í eigu Orkuveitunnar enda er hún samtengd rekstri hitaveitu fyrirtækisins. Með kaupunum yfirtaka RARIK og Orkusalan skuldbindingar Orkuveitu Húsavíkur er snúa að raforkuhluta hennar.Viðskiptavinir Orkuveitu Húsavíkur verða frá og með 1. janúar 2010 viðskiptavinir RARIK og Orkusölunnar eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins Norðurþings. Á næstu vikum munu RARIK og Orkusalan kynna nánar starfsemi sína fyrir nýjum viðskiptavinum á Húsavík.