Flugfélagið Iceland Express verður með beint flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar um hátíðarnar, bæðin 23. desember og 2. janúar. Mjög vel er bókað í flug frá Kaupmannahöfn til Akureyar fyrir jólin og er um þriðjungur farþega útlendingar. Fáir virðast samt ætla að dvelja á hótelum og gistiheimilum þótt slíkt sé í boði en meira er um bókanir í íbúðum og bústöðum. Einnig má áætla að einhver hluti þessara gesta sé að heimsækja vini og ættingja hér á svæðinu.