Opinn fundur um gerð velferðarstefnu Akureyrarbæjar, velferð barna, unglinga og barnafjölskyldna á Akureyri, verður haldinn miðvikudaginn 30. mars nk. frá kl. 17–19 á 2. hæð í Íþróttahöllinni við Skólastíg.
Allir eiga hagsmuna að gæta þegar kemur að velferð barna, unglinga og barnafjölskyldna. Fundurinn er opinn öllum en foreldrar, ungt fólk og starfsfólk sem veitir börnum, unglingum og barnafjölskyldum þjónustu er sérstaklega hvatt til að mæta.
Hér gefst gott tækifæri til að hafa áhrif á stefnu og áherslur Akureyrarbæjar er varðar málefnið.
www.facebook.com/velferdarstefnaakureyrar
Allir velkomnir! (Akureyri.is)