Opinn fundur allra foreldra grunnskólabarna á Akureyri

Hvað gerir barnið mitt í tölvunni? er yfirskrift opins fundar allra foreldra grunnskólabarna á Akureyri, sem haldinn verður í Brekkuskóla miðvikudaginn 24. mars kl. 20.00. Markmiðið með fundinum er að fá fram sýn foreldra á þróun mála hjá börnum í þeim tækniheimi sem við búum við í dag, heilbrigði þeirra og hvernig foreldrar geta spornað gegn óæskilegri notkun, stuðlað að bættu heilbrigði barna og aukið forvarnir.  

Framsögumenn verða; Guðjón Hreinn Hauksson foreldri, Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir lektorar við Háskólann á Akureyri, Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari og Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri Brekkuskóla. Eftir hlé munu framsögumenn ásamt Grétu Kristjánsdóttur forvarnarfulltrúa og Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur sálfræðingi, taka þátt í umræðum með foreldrum. Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundinn og sýna þannig styrk í samstöðunni

Nýjast