Í framboði eru 12 einstaklingar, 4 konur og 8 karlar. Þrír einstaklingar sækjast eftir 1. sætinu, þau Gerður Jónsdóttir varabæjarfulltrúi, Guðmundur B. Guðmundsson skrifstofustjóri Stapa lífeyrissjóðs og Hannes Karlsson framkvæmdastjóri Grófargils og formaður stjórnar KEA.
Á Akureyri verður kosið í Hólabraut 13, frá kl. 10:00 til kl. 20:00 og í Brekku i Hrísey frá kl. 12:00 til 15:30 Kosið var í Grímsey í gær. Þeir sem kjósa í prófkjörinu fá afhentan kjörseðil þar sem nöfnum frambjóðenda er raðað í stafrófsröð. Raða skal nöfnum 6 (sex) frambjóðenda í töluröð, hvorki fleiri né færri.