Opið prófkjör Framsóknarflokks- ins á Akureyri á laugardag

Framsóknarflokkurinn á Akureyri efnir til opins prófkjörs nk. laugardag, 23. janúar 2010. Kosið verður í sex efstu sætin á framboðslista flokksins til sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram 29. maí nk. Rétt til að kjósa í prófkjörinu hafa allir þeir sem öðlast hafa kosningarétt í sveitarfélaginu við sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí 2010.    

Í framboði eru 12 einstaklingar, 4 konur og 8 karlar. Upplýsingar um frambjóðendur og prófkjörið er að finna á heimasíðu Framsóknarflokksins, http://www.framsokn.is/  Á Akureyri verður kosið í Hólabraut 13, frá kl. 10:00 til kl. 20:00 og í Brekku i Hrísey frá kl. 12:00 til 15:30 Í Grímsey verður kosið í félagsheimilinu Múla, fimmtudaginn 21. janúar frá kl. 16:00 til 19:00.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Hólabraut 13, dagana 18. til 22. janúar frá kl. 17:00 til 19:00 og á skrifstofu Framsóknarflokksins , Hverfisgötu 33 í Reykjavík sömu daga frá kl. 13:00 til 17:00

Þeir sem kjósa í prófkjörinu fá afhentan kjörseðil þar sem nöfnum frambjóðenda er raðað í stafrófsröð. Raða skal nöfnum 6 frambjóðenda í töluröð, hvorki fleiri né færri. Efnt verður til kynningarfundar, fimmtudaginn 21. janúar kl. 20:00 í Hólabraut 13. Þar munu frambjóðendur flytja stutt ávörp og síðan gefst fundargestum tækifæri til að beina til þeirra spurningum, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast