Opið í Hlíðarfjalli og kjörið skíðafæri

Opið er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli til kl. 16 í dag en þar eru þrjár lyftur opnar, Fjarkinn, Hólabraut og Auður. Strompurinn er einnig opinn en ótroðinn. Um hádegisbil var ágætt veður í fjallinu, 5 stiga frost og 4-5 m/s. Göngubraut var troðinn um kl. 10 í morgun. Mikið hefur snjóað í Hlíðarfjalli og því kjörið skíðafæri.

Nýjast