Við fundum aðra heitavatnsæð með könnununarborunum, æðin er aðeins nokkrum metrum fyrir innan gangastafninn og um 120 metrum frá heitavatnsæðinni sem opnaðist í febrúar, segir Björn A. Harðarson jarðverkfræingur hjá Geo Tek, sem sér um eftirlit með gerð Vaðlaheiðarganga. Hann segir að vatnið sé um 50 gráðu heitt, en vatnið í fyrri æðini er 46 gráðu heitt. Ekki er vitað nákvæmlega hversu seinni æðin er öflug, en fyrstu tölur sýna að rennslið úr henni er á bilinu 60 til 70 lítrar á sekúndu og það er töluvert magn.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags