Það verður nóg um að vera í Hlíðarfjalli um helgina, dagana 5.- 7. febrúar, þar sem bæði verður keppt í FIS- bikarmóti í alpagreinum í flokki 15 ára og eldri og í skíðagöngu. Keppni í svigi á FIS- bikarmótinu fer fram á laugardaginn og á sunnudaginn verður keppt í stórsvigi og hefst keppni kl. 10:00 báða dagana.
Ólympíufararnir Björgvin Björgvinsson, Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson verða meðal keppenda í svigi á laugardeginum en Íris Guðmundsdóttir keppir í stórsvigi á sunnudag.
Einnig verður keppt í skíðagöngu í Hlíðarfjalli um helgina. Klukkan 18 í dag, föstudag, fer fram sprettganga í öllum flokkum með frjálsri aðferð. Á laugardag og sunnudag er svo keppt í hefðbundinni aðferð og hefst keppni báða dagana kl. 11:00.