Búið er að aflýsa skólahaldi í öllum grunnskólum Akureyrar í dag vegna ófærðar um bæinn en leikskólar eru víða opnir. Þungfært er í bænum þessa stundina og er fólk hvatt til þess að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Verið er að ryðja aðalgötur bæjarins en snjómoksturinn er ekki hafinn inn í íbúðarhverfum, þar sem víða eru háir skaflar. Lögreglan á Akureyri hefur staðið í ströngu í morgun við að ferja heilbrigðisfólk til og frá vinnu.