Öll tilboð í gluggaskipti á Amtsbókasafninu yfir kostnaðaráætlun

Amtsbókasafnið. Mynd: Hörður Geirsson.
Amtsbókasafnið. Mynd: Hörður Geirsson.

Þrjú tilboð bárust í glerskipti á austurhlið Amtsbókasafnsins á Akureyri og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á sjö milljónir króna. Fyrirtækið Bjálkinn og flísinn ehf. átti lægsta tilboð í verkið, rúmar 7,8 milljónir króna, eða 112% af kostnaðaráætlun. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær, að ganga til samninga við fyrirtækið um verkið. Trésmiðja Kristjáns Jónassonar ehf. átti næst lægsta tilboð, rúmar 8,3 milljónir króna, eða 119% af kostnaðaráætlun. Þriðja tilboðið var frá ÁK smíði ehf, rúma 10,5 milljónir króna, eða 151% af kostnaðaráætlun.


Nýjast