Valgeir Bergmann Magnússon er framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. og hefur yfirumsjón gerð jarðganganna. Frá því að gangagröftur hófst árið 2013 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið yfir og gagnrýnisraddir verið háværar. Valgeir segir umræðuna oft á villigötum og er sannfærður um að göngin muni sanna gildi sitt eins og aðrar samgöngubætur gera.
Vikudagur settist niður með Valgeiri yfir kaffibolla til að fá dýpri sýn á ástandið í jarðgöngunum í gegnum árin, forvitnast um starf framkvæmdastjórans og slaginn við neikvæðu raddirnar.