Í byrjun árs bauðst myndlistarmanninum Ólafi Sveinssyni að sýna verk sín í Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku.
Sýningin verður opnuð nk. mánudag í Ráðhúsi Randersbæjar og stendur allan febrúar. Á sýningu þessari gefur að
líta teikningar og málverk. Teikningar Ólafs af ýmsum farartækjum eru frá síðastliðnum 2 árum en málvekin eru flest frá
síðasta ári með nokkrum eldri í bland.
Um er að ræða olíu og akrýlverk á striga og á sýningunni eru um 50 verk. En verk Ólafs má
sjá hjá http://www.netgalleri.dk/ og á heimasíðu hans sjálfs http://www.rufalo.is/.