Ökumaður slapp með skrekkinn eftir bílveltu á Borgarbraut

Ökumaður lítils sendibíls slapp með skrekkinn er bíll hans valt á Borgarbraut á Akureyri nú á þriðja tímanum og hafnaði á hliðinni utan vegar og í öfuga akstursstefnu. Ekki mátti þó miklu muna að bíllinn færi fram af háum kanti. Ökumaðurinn komst af sjálfsdáðum út úr bílnum og slapp ómeiddur.  

Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var á leið upp Borgarbraut þegar óhappið varð. Mikill ísing er á götum Akureyrar og er ástæða til að brýna fyrir vegfarendum að fara að öllu með gát.

Nýjast