Það er greinilega mikil þörf fyrir starfsemi af þessu tagi, segir Elmar Þór Magnússon sem rekur Hundahótel Norðurlands að Jórunnarstöðum í Eyjafjarðarsveit. Mikið hefur verið að gera í sumar, aukningin frá því í fyrrasumar þegar starfsemin hófst nemur um 150%. Þetta er þjónusta sem sárlega vantaði hér um slóðir, það sýna þær góðu viðtökur sem við höfum fengið, segir hann.
Elmar er Suðurnesjamaður, fæddur og uppalinn í Garðinum og stundaði sjómennsku frá unglingsaldri, var bæði á stærri og minni bátum til 25 ára aldurs. Hann lærði smíðar og starfaði við þá iðn þar til hann flutti norður í Eyjafjörð fyrir rúmum tveimur árum. Ítarlegt viðtal við Elmar birtist í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.