Oddur skoraði þrjú fyrir Pressuliðið í kvöld

Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði Pressuliðið örugglega, 38:25, er liðin mættust í kvöld í æfingaleik í Laugardagshöllinni. Staðan í hálfleik var 19:14 landsliðinu í vil, sem hafði yfirhöndina allan leikinn.

Tveir leikmenn Akureyri Handboltafélags léku með Pressuliðinu í kvöld, þeir Guðlaugur Arason og Oddur Gretarsson og skoraði Oddur 3 mörk fyrir Pressuliðið í leiknum. Arnór Þór Gunnarsson og Haraldur Þorvarðsson voru markahæstir í liði Pressunnar með 5 mörk hvor og Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 4 mörk.

Hjá landsliðinu var Þórir Ólafsson atkvæðamestur með 8 mörk og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason komu næstir með 4 mörk hvor.

Nýjast