Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmyndari opnar sýninguna Oaxaca í Mjólkurbúðinni á Akureyri, laugardaginn 26. september kl. 14. Sýning Ásdísar ber yfirskriftina Oaxaca /wa'ha'ka/ eftir borg í Mexíkó þar sem Ásdís tók myndirnar á sýningunni en hún sótti þar tíu daga námskeið í febrúar á þessu ári hjá hinum heimskunna ljósmyndara Mary Ellen Mark.
Ásdís er blaðaljósmyndari að mennt og starfaði sem slíkur á Morgunblaðinu frá 1995 til 2007. Þá settist hún aftur á skólabekk og lauk BA-námi í listfræði. Þaðan lá leiðin í meistaranám í blaða- og fréttamennsku og lauk Ásdís því í vor.
Ljósmyndasýningin Oaxaca stendur til 4. október.