Nýtt akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar formlega vígt

Nýtt akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg var formlega vígt í dag að viðstöddu fjölmenni, á 38 ára afmælisdegi klúbbsins. Jafnframt var félagsheimili BA á svæðinu tekið í notkun. Það voru þeir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Kristján Þ. Kristinsson formaður BA og Oddur Helgi Halldórsson formaður bæjarráðs og framkvæmdaráðs, sem klipptu á borða við vígsluna í dag. Á svæðinu er spyrnubraut en þar er líka akstursgerði, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fram kom í máli Kristjáns formanns að hér væri aðeins um að ræða fyrsta áfanga í uppbyggingu svæðisins. Eiríkur Björn bæjarstjóri sagði að þetta væri stór dagur og að viðeigandi væri að nota orðið – loksins. Hann sagðist jafnframt vonast til að fá tækifæri til að klippa á fleiri borða á svæðinu í framtíðinni. Meðfylgjandi myndir voru teknar við vígsluna í dag.

 

Nýjast