Það felast mörg tækifæri í nýsköpun og tækni. Þau tækifæri þarf að nýta. Á Akureyri eru dæmi um störf sem unnin eru í fjarvinnu með aðstoð tækninnar. Í því felast dýrmæt lífsgæði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og íbúasamfélagið allt. Það er mikilvægt að við sem höfum áhrif á mótun einstaklinga og menntun gerum ráð fyrir því að þessi möguleiki er staðreynd í nútímasamfélagi og nýtum tækifærin sem tæknin býður upp á. Nýsköpun með aðstoð tækninnar afmáir öll landamæri í uppbyggingu nýrra fyrirtækja og jafnar tækifæri landsmanna til atvinnusköpunar. Unga fólkið gerir sér grein fyrir að allur heimurinn er undir, skrifar Bergþóra Þórhallsdóttir, sem tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Eftir að ég komst á sjötugsaldurinn hef ég þurft að horfast í augu við það að margt það sem ég áður hafði er farið að minnka og hverfa. Hárin á höfði mér eru næsta fá talsins og þau sem eru þar enn hafa tekið á sig hvítan lit. Líkamlegt þrek er minna og sjónin lítið eitt farin að daprast. Ég tel hins vegar að í stað þessa hafi ég öðlast vitneskju sem aðeins reynslan og tíminn geta fært manni. Stundum er þetta vitneskja sem gengur þvert á það sem spekingar hafa sagt og skrifað um lykil að farsælu lífi.
Það var sannkölluð möffinsveisla um verslunarmannahelgina þegar Mömmur og möffins héldu upp á 15 ára afmæli sitt með glæsilegri söfnun. Alls söfnuðust 1.681.579 krónur sem renna óskertar til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri, en fulltrúar söfnunarinnar afhentu SAk styrkinn formlega í gær.
Í enda júní veitti Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri Jóhanni Páli Árnasyni heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda við hátíðlega athöfn. Jóhann, sem fæddur er og uppalinn á Dalvík, hefur átt langan og merkan feril og fagnaði á dögunum 85 ára afmæli sínu