Nýr þjónustukjarni fyrir fatlað fólk í Klettaborg var vígður i dag. Þjónustukjarninn er nýtt heimili sex einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegar athafnir. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að aðstaða íbúa og starfsfólks gjörbreytist til hins betra. Byggingin stendur á nýrri lóð á horni Klettaborgar og Dalsbrautar og er hátt í 600 fermetrar að stærð.
Sex íbúðir eru í húsinu, en einnig sameiginleg rými, garður sem nýtist til samveru og starfsmannaaðstaða. Í tilkynningu kemur fram að aðgengi og aðstaða sé fyrsta flokks. Hver íbúð samanstendur af svefnherbergi, stofu og samliggjandi eldhúsi, baðherbergi og geymslu inn af forstofu. Sér verönd fylgir öllum íbúðum. T
Tilkoma þjónustukjarnans er liður í þeirri stefnu að leggja niður hefðbundin herbergjasambýli en veita þess í stað einstaklingsmiðaða þjónustu með áherslu á sjálfstæða búsetu. Hönnun húsnæðisins tekur mið af því og á að auka persónulegt svigrúm íbúa.