Hafnasamlag Norðurlands fyrirhugar að kaupa nýjan og öflugan dráttarbát til Akureyrar. Gangi kaupin eftir mun báturinn væntanlega verða afhentur síðla ársins 2017. Báturinn er ríkisstyrktur og í fjárlögum fyrir árið 2016 liggur fyrir samþykki fyrir fyrstu greiðsluna af þremur.
Ríkið mun greiða um 60% en Hafnasamlagið 40%. Áætlað er að báturinn muni kosta í kringum 500 milljónir og er vinna við útboð þegar farin
af stað. Báturinn verður með um 40 tonna togkraft og því mun öflugri en þeir bátar sem fyrir eru. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, segir nýjan dráttarbát mikla búbót.
Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 12. febrúar