Nýr minnisvarði um drukknaða sjómenn var afhjúpaður á sjómannadagshátíð 2. júní síðastliðinn í Grenivíkurkirkjugarði. Minnisvarðinn var unninn á Ólafsfirði og prýða hann nokkrar ljóðlínur úr kvæði eftir Kristján skáld frá Djúpalæk. Eldri minnisvarðinn, sem var eftir Jón Sigurpálsson frá Ísafirði, lauk hlutverki sínu en hann var orðinn heldur illa farinn eftir að hafa staðið í tvo áratugi. Sá minnisvarði var vígður á sjómannadegi 14. júní árið 1992.
Gefendur nýja minnisvarðans eru eftirtaldir, Sigurlaug Sigurðardóttir og fjölskylda, Jónína Þorsteinsdóttir, sem gefur jafnframt í minningu Þórhalls Einarssonar, Þórdís Þórhallsdóttir og fjölskylda, Hannes Steingrímsson og fjölskylda, Laufás-og Grenivíkursókn og Kvenfélagið Hlín. Benedikt Sveinsson Ártúni og Böðvar Gunnarsson Hvammi komu minnisvarðanum fyrir og gáfu vinnu sína og hjónin Ásta Ísaksdóttir og Gísli Jóhannsson lögðu einnig fram krafta sína vegna verkefnisins, en margir aðrir lögðu einnig hönd á plóg.