Hleðsla inniheldur 22 g af próteini og er jafnframt án hvíts sykurs og sætuefna og inniheldur agavesafa. Hleðsla hentar vel eftir æfingar og milli mála, að sögn Sigurðar. Hann segir fyrstu viðbrögð við drykknum afar jákvæð og býst við að Hleðsla verði vinsæl meðal íþróttafólks jafnt sem almennings. Landsþekkt íþróttafólk kemur á næstunni fram í nýjum sjónvarpsauglýsingum sem auglýsa Hleðslu. Í auglýsingunum koma fram Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta; Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu; Ragnhildur Sigurðardóttir, afrekskona í golfi og Egill Gillz Einarsson, íþróttafræðingur. Allar auglýsingarnar sýna þetta landsþekkta afreksfólk stunda íþróttir sínar af miklum krafti, segir í fréttatilkynningu.
Nánari upplýsingar má finna á http://www.ms.is/Naering-og-heilsa/Heilsuvorur/Hledsla-ithrottadrykkur/