Ný slökkviliðsstöð tekin formlega í notkun

Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri og Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar við varab…
Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri og Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar við varabílinn. Mynd: Hermann.

Ný slökkviliðsstöð hjá samreknu slökkviliði Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, var tekin formlega í notkun í gær og af því tilefni var opið hús að Kvíghólsmýri á Laugum, þar sem stöðin er staðsett. Mjög mikill hluti alls búnaðar slökkviliðs Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps er nýr og er þetta samrekna slökkvilið afar vel tækjum búið. Miklar kröfur eru gerðar til brunavarna og til tækjabúnaðar slökkviliða í dag og ekkert hefur verið slegið af þeim hjá slökkviliði Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Allar brunaslöngur eru nýjar og slökkviliðsgallar á slökkviliðmenn eru nýir. 

Reykköfunartækin eru sex talsins og glæný. Slökkviliðið á nokkrar færanlegar auka vatnsdælur og ýmsan annan búnað sem hæfir nýrri slökkviliðsstöð.Mannskapurinn er vel þjálfaður og kann til verka og íbúar í dreyfbýli Þingeyjarsýslu geta treyst á góðan búnað slökkviliðs Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, segir á vefnum 641.is.

Nýjast