Ný POWERtalk deild á Akureyri

Stofnskrárfundur POWERtalk deildarinnar Súlu á Akureyri verður haldinn í Zontahúsinu klukkan 20:00 þriðjudaginn 7. október næstkomandi. Þar munu fulltrúar stjórnar íslensku landssamtakanna afhenda Súlu formlega stofnskrárskírteini. Fyrsti fundur POWERtalk deildar innar Súlu var haldinn fyrir ári síðan en deildin hefur náð að festa sig í sessi og heldur reglulega fundi 2. og 4. Hvern þriðjudag í mánuði í Zontahúsinu. POWERtalk International eru alþjóðlegsamtök sem leggja áherslu á þjálfun í öflugum tjáskiptum.

Samtökin, sem voru stofnuð fyrir rúmlega 70 árum í Bandaríkjunum, hafa verið verið við lýði á Íslandi í rúmlega 30 ár, fyrst sem Málfreyjur og ITC en heita nú POWERtalk International. Nafnið endur speglar stefnu samtakanna sem leggur sig fram um að fullnægja þörfum félaga sinna og markaðarins, þar sem tjáskipta- og stjórnunarhæfileikar skipta sköpum til starfsframa og þátttöku á opinberum vettvangi. Með fjölbreyttumverkefnaflutningi fá félagar m.a. þjálfun í að koma fram, fundarsköpum, stjórnun, samskiptum og skipu lagi. Nú eru starfandi sjö POWERtalk deildir á landinu með tæplega 100 félög um.

Súla á Akureyri er önnur tveggja deilda sem stofnuð hefur verið innan samtakanna á Íslandi á síðustu tveimur árum en hin er Klettur á sunnanverðum Vestfjörðum. Forseti deildarinnar er Kornína B. Óskarsdóttir. Frekari fróðleikur um POWERtalk International á Íslandi er á heimasíðu samtakanna www.powertalk.is.

Nýjast